POS2 - Póstsaga Íslands 1873-1935
POS2 - Póstsaga Íslands 1873-1935
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Póstsaga Íslands 1873-1935 (bindi I og II) er saga póstþjónustu á þessu tímabili en líka samgöngusaga Islendinga. Þróunin var frá póstlestum til póstvagna og frá þeim til bifreiða og flugvéla, sem fluttu fólk og varning auk bréfa og böggla. Örust var þróunin í póstflutningum milli íslands og útlanda og með ströndum landsins, og hér kepptu útlend félög við íslensk og hálfíslensk um hylli farþega.
Fyrsta bindið af Póstsögu Íslands nær frá byrgjun íslenskrar póstþjónustu til 1873 þegar tímamót verða í póstsöugunni, m.a. með frímerkjanotkun. Báðar bækurnar eru ítarlegt heimildarverk og ríkulega skreyttar myndum frá því tímabili sem fjallað er um. Myndir eru af landpóstum, póstskipum, flóabátum og póstbílum auk fjölda skjala, sem tengjast efni bókarinnar. Þá má fínna kort og súlurit, sem varpa nýju ljósi á efnið.
Sú rannsókn, sem liggur að baki þessari bók, leiðir í ljós að póstsamgöngur innanlands stóðu lengi að baki því sem gerðist erlendis. Öðru máli gegndi með siglingar milli íslands og útlanda. Þar var þróunin á svipuðum nótum sem í nágrannalöndum. Höfundur bókarinnar, Heimir Þorleifsson sagnfræðingur, hefur skrifað fjölda sagnfræðirita sem borið hafa hróður hans sem fræðimanns. Má þar m.a. nefna "Söguþræði símans" sem kom út 1986.
