1
/
af
1
H110 - Gamlar íslenskar byggingar - 2015 - 4 x 305 = 1220 kr. - Sjálflímandi
H110 - Gamlar íslenskar byggingar - 2015 - 4 x 305 = 1220 kr. - Sjálflímandi
Venjulegt verð
1.220 kr
Venjulegt verð
Söluverð
1.220 kr
Einingaverð
/
á
Skattur innifalinn.
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Hofskirkja í Öræfum er í Skaftafellsprófastsdæmi. Elstu heimildir um kirkju í Hofi er frá 1343 en núverandi kirkja er að stofni til frá 1884. Þjóðminjasafnið fékk hana til eignar og endurbyggði árin 1953-54. Altaristafla og prédikunarstóll er frá 1857 en tinstjakarnir í kirkjunni eru danskir frá 17. eða jafnvel 16. öld. Altaristaflan er eftir Ólaf Túbals frá Múlakoti. Vindmyllan í Vigur er eina varðveitta vindknúna kornmylla landsins úr timbri. Talið er að Daníel Hjaltason gullsmiður og byggingameistari hafi hannað og reist mylluna um 1860. Hún hefur verið í vörslu Þjóðminjasafnsins frá 1992. Vindmyllan er timburmannvirki 3,60 m á hæð en vænghaf spaðanna er 4,30 m. Bókhlaðan í Flatey á Breiðafirði var reist árið 1864 að frumkvæði Brynjólfs og Herdísar Benedictsen. Hún er fyrsta hús á Íslandi sem reist er sérstaklega til að hýsa bækur og geymdi mikið safn handrita, en stór hluti þess var afhentur Landsbókasafni Íslands 1902-03. Bókhlaðan var endurbyggð undir umsjón Minjaverndar og er hún enn í umsjá Minjaverndar. Hjallur í Vatnsfirði. Vatnsfjörður er sögufrægt höfuðból í Ísafjarðardjúpi. Meðal frægra klerka sem þar bjuggu var Hjalti Þorsteinsson (1665-1745), fjölhæfur listamaður. Víða á Vestfjörðum var hleðslugrjót notað í veggi torfhúsa, þar á meðal hjallinn í Vatnsfirði sem reistur var um 1880. Í honum voru geymd veiðarfæri og fiskmeti. Hjallurinn er í húsasafni Þjóðminjasafnsins.
