H106 - Togarar og fjölveiðiskip - 2014 - 4 x 360 = 1440 kr. - Sjálflímandi
H106 - Togarar og fjölveiðiskip - 2014 - 4 x 360 = 1440 kr. - Sjálflímandi
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Útgerð skuttogara hófst hér á landi um 1970 en fyrsti skuttogarinn hóf veiðar um 20 árum áður. Andrés Gunnarsson, ungur vélstjóri, mun fyrstur manna hafa kynnt hugmyndina að skuttogara sem gjörbreytti allri sjósókn og vinnuaðstöðu sjómanna. Í fjölveiðiskipum eru frystitæki og hægt er að vinna aflann um borð. Kostur útgerðarinnar við þessi skip er að skipið getur farið á nánast hvaða veiðar sem er.
Breki VE 61. Smíðaður 1976 hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri og mældist 491 brl. Hét þá Guðmundur Jónsson GK 425 og talinn fullkomnasta fiskiskip Íslendinga. Endurbyggður hjá Slippstöðinni á Akureyri 1978. Seldur til Noregs 2007 og fór síðar til niðurrifs.
Örvar HU 21. Smíðaður á Akureyri árið 1982 og var fyrsti flakafrystitogari Íslendinga. Skipið mældist 499 brl. Það var selt úr landi 1997 til Rússlands.
