Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

H105 - Togarar og fjölveiðiskip - 2014 - 4 x 305 = 1220 kr. - Sjálflímandi

H105 - Togarar og fjölveiðiskip - 2014 - 4 x 305 = 1220 kr. - Sjálflímandi

Venjulegt verð 1.220 kr
Venjulegt verð Söluverð 1.220 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.

Útgerð skuttogara hófst hér á landi um 1970 en fyrsti skuttogarinn hóf veiðar um 20 árum áður. Andrés Gunnarsson, ungur vélstjóri, mun fyrstur manna hafa kynnt hugmyndina að skuttogara sem gjörbreytti allri sjósókn og vinnuaðstöðu sjómanna. Í fjölveiðiskipum eru frystitæki og hægt er að vinna aflann um borð. Kostur útgerðarinnar við þessi skip er að skipið getur farið á nánast hvaða veiðar sem er.

Barði NK 120. Smíðaður í Frakklandi árið 1967 og mældist 328 tonn. Hann kom til landsins í janúar árið 1971 og er fyrsti skuttogari Íslendinga. Barði var seldur til Frakklands árið 1979.

Stálvík SI 1. Smíðaður 1973 hjá Stálvík í Garðabæ og mældist 314 brúttólestir. Skipið var fyrsti skuttogarinn sem smíðaður var hérlendis. Lengdur 1986 og mælist þá 364 brl. Stálvík var lagt 2004 og fór til Danmerkur til niðurrifs árið 2005.

 

Skoða allar upplýsingar