H101 - Bílaöldin 1913-2013 - 4 x 305 = 1220 kr. - Sjálflímandi
H101 - Bílaöldin 1913-2013 - 4 x 305 = 1220 kr. - Sjálflímandi
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Raunveruleg bílaöld á Íslandi er talin hefjast 1913 þegar fyrsti Ford T bíllinn kom til Íslands. Myndefnið á frímerkjunum er fjórar gamlar bifreiðir.
Ford T vörubíll. Bílar af gerðinni Ford-T sönnuðu að bílar væru þau samgöngutæki sem hentuðu á Íslandi. Ford-T var traustur, einfaldur og tiltölulega ódýr. Vörubílarnir komu hingað án yfirbyggingar. Hönnun Íslendinga á ekilshúsum og pöllum á vörubíla sem hingað komu á sér ekki sinn líka annars staðar í veröldinni.
Chevrolet hálfkassabíll eins og sá sem frímerkið sýnir tók 10 farþega. Bílinn kom nýr til landsins 1943 en var smíðaður 1942. Hann var notaður til fólks- og vöruflutninga í Eyjafirði en er nú á Samgönguminjasafninu í Stóragerði í Óslandshlíð.
Mercedes Benz farþegabifreið (rúta) er fyrirmynd að þessu frímerki. Bíllinn er árgerð 1957 en fluttur inn árið 1962 og notaður á Siglufjarðarleið í 10 ár uns hann var seldur austur á firði þar sem hann var í ferðum nokkur ár enn. Hann er nú til sýnis á Samgöngusafninu í Stóragerði.
Bedford slökkvibíll. Um miðjan síðari hluta 20. aldar komu 68 slökkvibílar af gerðinni Bedford til landsins. Fram til þess tíma höfðu víða ekki verið til önnur slökkvitæki en brunadælur og tilkoma Bedford slökkvibílanna var að sögn þeirra sem gerst til þekkja mesta bylting sem orðið hefur í brunavörnum landsbyggðarinnar.
