Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

H100 - Jólafrímerki 2012 - Sjálflímandi

H100 - Jólafrímerki 2012 - Sjálflímandi

Venjulegt verð 3.050 kr
Venjulegt verð Söluverð 3.050 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.

Myndefni jólafrímerkjanna 2012 er sótt í söguna af Nátttröllinu, sem er að finna í þjóðsögum Jóns Árnasonar. Sagan er höfð eftir gamalli konu úr Rangárþingi og skráð á 19. öld. Þar segir að á bæ einum hafi sá er átti að gæta bæjarins á jólanótt alltaf fundist annaðhvort dauður eða genginn af göflunum. Eitt sinn bauðst alþýðustúlka til að vera heima á jólanótt. Hún sat í baðstofu og kvað við barn eitt sem hún hélt á. Um nóttina kom vættur á gluggann og hóf að kveða um fegurð stúlkunnar en hún svaraði jafnharðan og kvað á móti. Við sólarupprás hvarf vætturinn af glugganum en sama morgun var kominn steinn mikill í bæjarsundið og stóð þar æ síðan. Sagði stúlkan frá því sem gerst hafði og vissu menn þá að nátttröll hafði komið á gluggann og orðið að steini þegar dagur rann.

Verð: 10 x 50g innanlands (10 x 120 = 1.200 kr)

Skoða allar upplýsingar