Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

H96 - Grænir orkugjafar/Afurðir grænna orkugjafa - 2012 - 4 x 305 = 1220 kr. - Sjálflímandi

H96 - Grænir orkugjafar/Afurðir grænna orkugjafa - 2012 - 4 x 305 = 1220 kr. - Sjálflímandi

Venjulegt verð 1.220 kr
Venjulegt verð Söluverð 1.220 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.

Ísland hefur mikla sérstöðu þegar kemur að orkumálum. Hér er notuð meiri orka af hverjum íbúa en þekkist annarsstaðar. Hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa er einnig óvenju hátt. Árið 2008 kom rúmlega 80% af heildar orkunotkun þjóðarinnar frá innlendum og endurnýjanlegum orkulindum. Jarðhitinn hefur að mestu verið nýttur til upphitunar á um 90% heimila á landinu. Mikil orka felst í vatnsföllum og á Íslandi eru um 37 vatnsaflsvirkjanir og um 200 smávirkjanir. Landsvirkjun var stofnuð vegna álversframkvæmda og útflutningur á áli vegur rúmlega 40% af heildarútflutningi. Á Suðurlandi eru öflug lághitasvæði sem nýtt eru bæði til húshitunar og grænmetisræktunar. Þar er um að ræða helming virkjaðs vatnsafls á landinu og um 70% virkjaðs gufuafls. Með notkun raforku hefur garðyrkjubændum tekist að anna innlendri eftirspurn eftir tómötum og agúrkum. Mikil framþróun hefur átt sér stað í garðyrkju á undanförnum árum, sem hefur m.a. orðið til þess að hægt hefur verið að auka framleiðslu á tómötum um 200% og agúrkum um helming á tíu ára tímabili.

Skoða allar upplýsingar