Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

H94 - Akstursíþróttir - 2011 - 4 x 360 = 1440 kr.

H94 - Akstursíþróttir - 2011 - 4 x 360 = 1440 kr.

Venjulegt verð 1.440 kr
Venjulegt verð Söluverð 1.440 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.

Akstursíþróttir hafa notið vaxandi vinsælda á síðari árum. Þessar íþróttir eru ekki gamlar á Íslandi. Kvartmíluklúbburinn var stofnaður 6. júní 1975 og sama ár fór klúbburinn að halda bílasýningar og sandspyrnukeppnir. Keppnisbraut var opnuð í Kapelluhrauni sunnan Hafnarfjarðar 1980 og var hún þá eina sérbyggða spyrnubrautin í Evrópu. Klúbburinn hefur haldið Íslandsmeistarakeppnir frá 1980 til dagsins í dag og er keppt í mörgum bíla- og hjólaflokkum. Meðlimir voru um 700 talsins árið 2009. Reykjavíkurrallýið er einn stærsti viðburður akstursíþrótta á Íslandi. Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur gengst fyrir rallýinu. Klúbburinn var stofnaður 1977 og félagarnir iðka nánast allar tegundir akstursíþrótta, þar á meðal rallýkross, sandspyrnu og torfæruakstur. Torfæruakstur hófst seint á áttunda áratugnum og hefur verið ein vinsælasta akstursíþrótt landsmanna. Motocross er sambland af mótorhjólasporti og torfærukeppni haldin á lokuðum og sérhönnuðum brautum.

Skoða allar upplýsingar