Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

H90 - Jólafrímerki 2010 - Sjálflímandi

H90 - Jólafrímerki 2010 - Sjálflímandi

Venjulegt verð 3.050 kr
Venjulegt verð Söluverð 3.050 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.

Jólafrímerkin eru að þessu sinni unnin með grafískri tækni sem nefnist koparrista. Megin myndefnið er hringurinn í litum vetrarins og með honum er vísað til okkar hnattlaga jarðar sem verður hér einnig tákn aðventunnar og jafnframt tákn árstíðanna og óendanleikans. Á öðru frímerkinu er krans alsettur snjókornum en á hinu hringurinn ígildi hnattarins alsettur snjókristöllum. Samofnir þessu þema á báðum frímerkjunum eru einnig fuglar íslenska vetrarins, snjótittlingarnir. Listamaðurinn er Sveinbjörg Hallgrímsdóttir.

Skoða allar upplýsingar