H82 - Evrópufrímerki 2009 - Stjörnufræði - Sjálflímandi
H82 - Evrópufrímerki 2009 - Stjörnufræði - Sjálflímandi
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Meðfylgjandi frímerki sýnir sólargangsmælingar Stjörnu-Odda um árið 1100. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti að árið 2009 yrði alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar. 400 ár verða þá liðin frá einum mikilvægasta atburði í sögu raunvísinda, þegar Galileo Galilei beitti sjónauka fyrstur manna til rannsókna á himingeimnum árið 1609. Sama ár hafði Jóhannes Kepler sett fram tvö fyrstu lögmál sín um hreyfingar reikistjarna í sólkerfinu. Verk þeirra Galileos og Keplers komu af stað vísindabyltingu sem hafði djúpstæð áhrif á hugmyndir manna um alheiminn. Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar 2009 er hugsað sem vettvangur fyrir hinn almenna jarðarbúa þar sem áhersla er lögð á persónulega upplifun og ánægju af því að læra um alheiminn og stöðu mannsins í honum. Íslendingar hafa haft áhuga á stjörnufræði allt frá því að land byggðist. Stjörnufræði og stjarneðlisfræði urðu þó ekki sjálfstæðar fræðigreinar við Háskóla Íslands fyrr en árið 1976.
