Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

H81 - Flug á Íslandi - Fokker 50 & Boeing 757 - 2009 - 4 x 120 = 480 kr.

H81 - Flug á Íslandi - Fokker 50 & Boeing 757 - 2009 - 4 x 120 = 480 kr.

Venjulegt verð 480 kr
Venjulegt verð Söluverð 480 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.

Fyrsta flugfélag á Íslandi, Flugfélag Íslands, var stofnað í Reykjavík laugardaginn 22. mars 1919. Flugfélagið keypti fyrstu flugvél landsmanna og var hún af gerðinni Avro 504K, smíðuð í Bretlandi. Hún kom til landsins frá Danmörku árið 1919. Þann 11. júlí 1945 var flogið í fyrsta sinn með farþega í íslenskri flugvél til útlanda. Gullfaxi, fyrsta þotan í eigu Íslendinga var af gerðinni Boeing 727-100 hóf milli-landaflug 1. júlí. 1967. Fyrsta Boeing 757-300 vél félagsins bættist síðan í flotann vorið 2002. Í apríl 1938 keypti nýstofnað Flugfélag Akureyrar Waco YKS-7 sjóflugvél. Þessi flugvél sem kölluð var „Örninn” hóf reglubundið farþega- og póstflug og var upphafið að íslensku atvinnuflugi. Árið 1940 keypti Flugfélag Íslands aðra sjóflugvél af gerðinni Waco ZKS-7, jafnan kölluð Haförninn. Endurnýjun innanlandsflota Flugfélags Íslands hófst árið 1965 með kaupum á Fokker F.27-100 Friendship. Flugvélar af þessari gerð þjónuðu innanlandsfluginu í 27 ár. Innanlandsflotinn var endurnýjaður árið 1992 þegar keyptar voru fjórar Fokker 50 flugvélar.

Skoða allar upplýsingar