G44 - Gjafamappa - Norðurlöndin við hafið II - Björgunarþjónusta - 2012
G44 - Gjafamappa - Norðurlöndin við hafið II - Björgunarþjónusta - 2012
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Þema Norðurlandafrímerkjanna 2012 er leitar-og björgunarþjónusta. Öldum saman hafa íslenskir sjómenn lifað með hættunni á sjónum og margir týnt lífi í harðri baráttu við öfl náttúrunnar. Landhelgisgæsla Íslands og Slysavarnarfélagið Landsbjörg hafa nána samvinnu um björgunaðgerðir þegar háski steðjar að fólki á sjó eða landi. Fagmennska íslenskra björgunarsveita hefur vakið athygli um heim allan. Landhelgisgæslan gegnir lykilhlutverki við björgun á sjó. Þar eru þyrlurnar öflugar ásamt skipum og flugvélum gæslunnar. Varðskip Landhelgisgæslunnar eru Ægir, Týr og Þór. Gæslan hefur einnig yfir að ráða tveimur flugvélum og tveimur þyrlum. Á frímerkinu er þess minnst þegar TF LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, bjargaði sextán manna áhöfn fjölveiðiskipsins Baldvins Þorsteinssonar EA 10 þann 9. mars 2004. Skipið strandaði í Skarðsfjöru á Suðurlandi eftir að það fékk nótina í skrúfuna við loðnuveiðar skammt undan landi. Björgunar sveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar aðstoðuðu við björgunina frá landi. Við gerð frímerkisins var stuðst við verðlaunaljósmynd Jónasar Erlendsson fréttaritara.
