1
/
af
1
690A - Jólafrímerki 2019 - Gömul jólatré - Sjálflímandi - 50g innanlands
690A - Jólafrímerki 2019 - Gömul jólatré - Sjálflímandi - 50g innanlands
Venjulegt verð
305 kr
Venjulegt verð
Söluverð
305 kr
Einingaverð
/
á
Skattur innifalinn.
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Skreyting jólatrésins er mikilvægur og ánægjulegur undirbúningur jólanna og bæði börn og fullorðnir njóta þess að prýða það með jólaskrauti í margskonar litum. Fyrstu jólatrén komu í íslenska kaupstaði um miðja 19. öld, og þá aðallega á heimili danskra fjölskyldna. Fæstir landsmenn áttu þess kost að eignast grenijólatré á þeim tíma en nokkrir leystu þó málin með því að smíða sér gervijólatré og klæða með sortulyngi, beitilyngi eða eini.
Myndefni frímerkjanna eru heimasmíðuð íslensk jólatré, annað frá Hruna í Hrunamannahreppi en hitt frá Laugardælum í Flóahreppi. Jólatréð frá Hruna (50g innanlands) er talið elsta varðveitta jólatré á Íslandi. Það er frá 1873, einn metri á hæð, smíðað úr tré og grænmálað. Tréð er með 38 trépílum sem er stungið inn í stofninn. Greinarnar voru vafðar með sortulyngi og kerti á hverri grein. Tréð er úr búi séra Steindórs Briem í Hruna en smiðurinn var var Jón Jónsson bóndi í Þverspyrnu. Byggðasafn Árnesinga eignaðist tréð árið 1955 og hefur það lengi verið hluti af jólasýningu Hússins á Eyrarbakka.
Jólatréð frá Laugardælum (50g til Evrópu) er frá því um miðja síðustu öld. Það er með renndum 63 cm stofni og fæti ásamt stílfærðum greinum fyrir kerti. Tréð fannst á kirkjulofti Laugardælakirkju þegar hún var rifin. Vitað er að þjóðhagasmiðurinn Gísli Brynjólfsson (1871-1961) á Haugi í Gaulverjabæ smíðaði jólatré með þessu lagi og bendir því allt til að hann hafi einnig smíðað þetta jólatré sem var lengi notað í Laugardælakirkju.
Skoða allar upplýsingar
Myndefni frímerkjanna eru heimasmíðuð íslensk jólatré, annað frá Hruna í Hrunamannahreppi en hitt frá Laugardælum í Flóahreppi. Jólatréð frá Hruna (50g innanlands) er talið elsta varðveitta jólatré á Íslandi. Það er frá 1873, einn metri á hæð, smíðað úr tré og grænmálað. Tréð er með 38 trépílum sem er stungið inn í stofninn. Greinarnar voru vafðar með sortulyngi og kerti á hverri grein. Tréð er úr búi séra Steindórs Briem í Hruna en smiðurinn var var Jón Jónsson bóndi í Þverspyrnu. Byggðasafn Árnesinga eignaðist tréð árið 1955 og hefur það lengi verið hluti af jólasýningu Hússins á Eyrarbakka.
Jólatréð frá Laugardælum (50g til Evrópu) er frá því um miðja síðustu öld. Það er með renndum 63 cm stofni og fæti ásamt stílfærðum greinum fyrir kerti. Tréð fannst á kirkjulofti Laugardælakirkju þegar hún var rifin. Vitað er að þjóðhagasmiðurinn Gísli Brynjólfsson (1871-1961) á Haugi í Gaulverjabæ smíðaði jólatré með þessu lagi og bendir því allt til að hann hafi einnig smíðað þetta jólatré sem var lengi notað í Laugardælakirkju.
