Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

689FDC4 - Íslensk myndlist X - Nýja málverkið

689FDC4 - Íslensk myndlist X - Nýja málverkið

Venjulegt verð 6.480 kr
Venjulegt verð Söluverð 6.480 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.

Áttundi áratugurinn í íslenskri myndlist var tímabil ýmiss konar mótvægis gegn abstraktlist og landslagsmyndum fortíðar, með áherslu á hugmyndalist, gjörninga og „ólistrænan“ efnivið úr hversdagslegu umhverfi (sjá Íslensk myndlist IX). Við upphaf níunda áratugar bárust til Íslands frá Evrópu tíðindi af endurkomu málverksins. Þetta „nýja“ eða „villta“ málverk, eins og það var ýmist kallað, bar mörg einkenni gamals expressjónisma en tók til sín ýmislegt úr dægurmenningu. Árið 1983 var þessi tegund málverks orðin svo útbreidd meðal ungra myndlistarmanna á Íslandi að efnt var til tveggja stórra sýninga á þeim. Að Kjarvalsstöðum sýndu listamenn sem tóku mið af því sem gerst hafði í ítalskri, þýskri og bandarískri myndlist af þessu tagi. Þar sýndi m.a. Jón Axel Björnsson (f.1956) kröftuglega máluð verk sem snerust að hluta um átrúnað, kynlíf og sálarþrengingar. 

Hin sýningin, sem nefndist „Gullströndin andar“, var samvinnuverkefni myndlistarmanna, pönkhljómlistarmanna og leikara. Þar mátti m.a. sjá verk eftir Helga Þorgils Friðjónsson (f.1953), einn helsta tengilið ungra íslenskra myndlistarmanna við evrópskt nýmálverk. Á Gullstrandarsýningunni var sömuleiðis að finna málverk eftir Daða Guðbjörnsson (f. 1954), sem einnig var hallur undir hið ævintýralega og gráglettna. Hugmyndafræði hins „nýja málverks“ rataði einnig inn í skúlptúra nokkurra listamanna. Þar ber helst að nefna myndverk Brynhildar Þorgeirsdóttur (f. 1955), gerð úr óhefðbundnum efnum á borð við steinsteypu, járn, gler og plast.

Skoða allar upplýsingar