1
/
af
1
688FDCS - Dagur íslenskrar náttúru, 16. september 2019
688FDCS - Dagur íslenskrar náttúru, 16. september 2019
Venjulegt verð
1.240 kr
Venjulegt verð
Söluverð
1.240 kr
Einingaverð
/
á
Skattur innifalinn.
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Fátt hefur mótað íslenska þjóð eins og náttúran. Íslendingar hafa aðlagað líf sitt samspili elds og ísa, veðrum og sjávarföllum. Jafnframt hafa þeir notið alltumlykjandi náttúrufegurðar og haft lífsviðurværi sitt af ríkulegum gjöfum náttúrunnar. Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert og eru skólar, stofnanir og félagasamtök hvött til að minnast dagsins. Í tengslum við þennan dag afhendir umhverfis - ráðherra verðlaun og viðurkenningar.
Myndefni smáarkarinnar er málverk Eggerts Péturssonar listmálara af gróðri á Tröllaskaga. Eggert (f. 1956) hefur helgað list sína veröld gróðursins. Í málverkum sínum sækir hann myndefni í jurtaríkið, hið smáa og jafnframt hverfula í náttúrunni. Annes Tröllaskaga eru meðal snjóþyngstu svæða Íslands. Þar leynist sérstök og tegundaauðug flóra sem hefur orðið Eggerti uppspretta fjölda verka. Í verkinu sem prýðir smáörkina má í bakgrunni þess greina útlínur hluta skagans, en síðan koma plönturnar, rúmlega 70 tegundir, málaðar í raunstærð. Efst þær sem vaxa hæst í fjöllunum og síðan niður eftir bröttum hlíðunum til þeirra sem vaxa neðst, alla leið að sjávarmáli.
Eggert Pétursson nam við Myndlista og handíðaskóla Íslands og síðan við Jan van Eyck Academie í Maastricht, Hollandi. Verk hans hafa verið sýnd víðs vegar. Árið 2007 hélt Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir sýningu á verkum hans og 2016 var stór sýning á verkum hans í Listasafninu í Pori í Finnlandi. Málverkið á frímerkinu er í eigu Saastamoinen Foundation og er í vörslu EMMA-safnsins í Espoo, Finnlandi.
Skoða allar upplýsingar
Myndefni smáarkarinnar er málverk Eggerts Péturssonar listmálara af gróðri á Tröllaskaga. Eggert (f. 1956) hefur helgað list sína veröld gróðursins. Í málverkum sínum sækir hann myndefni í jurtaríkið, hið smáa og jafnframt hverfula í náttúrunni. Annes Tröllaskaga eru meðal snjóþyngstu svæða Íslands. Þar leynist sérstök og tegundaauðug flóra sem hefur orðið Eggerti uppspretta fjölda verka. Í verkinu sem prýðir smáörkina má í bakgrunni þess greina útlínur hluta skagans, en síðan koma plönturnar, rúmlega 70 tegundir, málaðar í raunstærð. Efst þær sem vaxa hæst í fjöllunum og síðan niður eftir bröttum hlíðunum til þeirra sem vaxa neðst, alla leið að sjávarmáli.
Eggert Pétursson nam við Myndlista og handíðaskóla Íslands og síðan við Jan van Eyck Academie í Maastricht, Hollandi. Verk hans hafa verið sýnd víðs vegar. Árið 2007 hélt Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir sýningu á verkum hans og 2016 var stór sýning á verkum hans í Listasafninu í Pori í Finnlandi. Málverkið á frímerkinu er í eigu Saastamoinen Foundation og er í vörslu EMMA-safnsins í Espoo, Finnlandi.
