Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

685FDCS - Flug á Íslandi 100 ára

685FDCS - Flug á Íslandi 100 ára

Venjulegt verð 335 kr
Venjulegt verð Söluverð 335 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.

Á þessu ári er þess minnst að 100 ár eru liðin frá því að flugvél hóf sig í fyrsta sinn til flugs á Íslandi. Þetta flugtak í Vatnsmýrinni í Reykjavík 3. september 1919 markaði upphaf íslenskrar flugsögu. Fyrsta flugvél Íslendinga var af gerðinni Avro 504K, smíðuð í Bretlandi.
Flugfélag Íslands var stofnað árið 1919 en reksturinn stóð stutt. Nýtt Flugfélag Íslands var stofnað árið 1928 og keypti fyrstu farþegavél Íslendinga, af gerðinni Junkers F13. Félagið varð skammlíft. Flugfélag Akureyrar var stofnað 1937. Það flutti síðar til Reykjavíkur og breytti nafninu í Flugfélag Íslands. Fyrsta millilandaflug Íslendinga var farið á Catalina flugbát til Largs á Skotlandi 1945. Ári síðar hófst áætlunarflug til Bretlands og Danmerkur. Annað flugfélag, Loftleiðir var stofnað 1944. Fyrsta íslenska þotan, Gullfaxi, kom til landsins í júní árið 1967. Flugfélag Íslands og Loftleiðir sameinuðust árið 1973 undir nafninu Flugleiðir hf. og heita nú Icelandair. Fjöldi smærri flugfélaga hafa verið stofnuð á Íslandi.

Myndefni vélanna á frímerkinu eru fyrsta flugvél Íslendinga Avro 504K og nýleg breiðþota. Textaflöturinn á frímerkinu er stílfærð eftirmynd skráningarplötu sem er að finna í öllum flugvélum.

Skoða allar upplýsingar