1
/
af
1
684FDCS - Jón Árnason þjóðsagnasafnari 200 ára minning
684FDCS - Jón Árnason þjóðsagnasafnari 200 ára minning
Venjulegt verð
370 kr
Venjulegt verð
Söluverð
370 kr
Einingaverð
/
á
Skattur innifalinn.
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Jón Árnason (1819-1888) var íslenskur fræðimaður sem safnaði þjóðsögum og ævintýrum sem höfðu varðveist í munnlegri geymd. Jón var fæddur á Hofi á Skagaströnd og lauk stúdentsprófi frá Bessastaðaskóla. Hann varð fyrsti Landsbókavörður Íslands og einnig fyrsti forstöðumaður Forngripasafns Íslands, síðar Þjóðminjasafnsins, við stofnun þess 1863.
Árið 1845 hófu þeir Jón og Magnús Grímsson, samnemandi hans við Bessastaðaskóla, að safna þjóðsögum undir áhrifum frá Grimmsbræðum. Safnið kom út árið 1852 og var fyrsta prentaða þjóðsagnasafnið á íslensku. Þýski prófessorinn Konrad Maurer (1823-1902) kom til landsins 1858 hvatti hann Jón og Magnús til að halda söfnuninni áfram. Magnús Grímsson lést 1860 og kom þá í hlut Jóns Árnasonar að halda starfinu áfram. Fyrir forgöngu Jóns Sigurðssonar forseta og með aðstoð prófessors Maurer kom út í Leipzig árin 1862 og 1864 tveggja binda útgáfa þjóðsagnasafnsins sem kennt er við Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri. Heildarútgáfa safnsins birtist á prenti á árunum 1954-1964.
Myndefni frímerkisins er þjóðsagan af álfunum í Tungustapa. Myndefnið er úr þjóðsagnamyndum Ásgríms Jónssonar listmálara.
Skoða allar upplýsingar
Árið 1845 hófu þeir Jón og Magnús Grímsson, samnemandi hans við Bessastaðaskóla, að safna þjóðsögum undir áhrifum frá Grimmsbræðum. Safnið kom út árið 1852 og var fyrsta prentaða þjóðsagnasafnið á íslensku. Þýski prófessorinn Konrad Maurer (1823-1902) kom til landsins 1858 hvatti hann Jón og Magnús til að halda söfnuninni áfram. Magnús Grímsson lést 1860 og kom þá í hlut Jóns Árnasonar að halda starfinu áfram. Fyrir forgöngu Jóns Sigurðssonar forseta og með aðstoð prófessors Maurer kom út í Leipzig árin 1862 og 1864 tveggja binda útgáfa þjóðsagnasafnsins sem kennt er við Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri. Heildarútgáfa safnsins birtist á prenti á árunum 1954-1964.
Myndefni frímerkisins er þjóðsagan af álfunum í Tungustapa. Myndefnið er úr þjóðsagnamyndum Ásgríms Jónssonar listmálara.
