Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

683A - Evrópufrímerki 2019 – Fuglar - Haförn - Sjálflímandi - 50g til Evrópu

683A - Evrópufrímerki 2019 – Fuglar - Haförn - Sjálflímandi - 50g til Evrópu

Venjulegt verð 360 kr
Venjulegt verð Söluverð 360 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Haförninn (Haliaeetus albicilla) er ránfugl sem verpir í norðurhluta Evrópu og Asíu. Haförnum var næstum útrýmt í Evrópu en með friðun hefur tekist að endurreisa varp sums staðar. Karlfuglar eru mun minni en kvenfuglar. Ernir verða kynþroska fjögurra til fimm ára gamlir. Arnarstofninn á Íslandi er í hægum vexti og taldi 76 fullorðin pör árið 2017. Stofninn hafði þá rúmlega þrefaldast á rúmum 50 árum. Aðalheimkynni arnarins eru við Breiðafjörð. Hann veiðir bæði fugla og fiska og getur jafnvel tekið lömb og selkópa þegar hann kemst í færi við þá. Örninn var alfriðaður með lögum árið 1913. 

Fálkinn (Falco rusticolus) er frægastur allra íslenskra fugla og var um tíma í skjaldarmerki þjóðarinnar. Við hann er kennd fálkaorðan. Öldum saman voru fálkar fangaðir hér á landi og fluttir til Evrópu þar sem þeir voru notaðir við veiðar og leiki. Fálkinn er hraðfleygur og hremmir bráð oftast á lofti en einnig á landi og vatnsborði. Aðalfæða fálkans árið um kring er rjúpan, sem kann að benda til þess að fálkastofninn sveiflist í takt við rjúpnastofninn. Mest er um fálka 2-4 árum eftir að mest er um rjúpur. Íslenski fálkastofninn er lítill, áætlaður 300-400 varppör. Fálkinn er á válista sem tegund í yfirvofandi hættu.

Hlustaðu á söng fuglanna – arnarins og fálkans
"Europa bird stamps project 2019" gengur út á það að tengja hljóðskrár með fuglasöng við Evrópufrímerkin 2019. Sannarlega snjöll og skemmtileg viðbót við hefðbundna frímerkjaútgáfu en með notkun á CEE-App forritinu, sem hlaða má niður ókeypis, er hægt að skanna frímerkin og heyra söng fuglanna og bæta þar með við upplifunina við að skoða frímerkin. Fjöldi Evrópulanda tekur þátt í þessu verkefni, sem er valfrjálst og því er ekki við því að búast að fuglar á öllum Evrópufrímerkjum muni hefja upp raust sína þegar þau eru skönnuð með CEE-App forritinu, en íslensku frímerkin gera það svo sannarlega.
Skoða allar upplýsingar