Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

682FDC4 - Ljósmæðrafélag Íslands 100 ára

682FDC4 - Ljósmæðrafélag Íslands 100 ára

Venjulegt verð 920 kr
Venjulegt verð Söluverð 920 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Ljósmæðrafélag Íslands var stofnað 2. maí 1919. Að stofnuninni stóðu 20 ljósmæður, allt miklar hugsjónakonur, sem gerðu sér grein fyrir því að samtök faghópa væru nauðsynleg, bæði til að annast réttindamál og til að styðja ljósmæður við að auka og viðhalda þekkingu sinni í ljósmóðurfræðum. Fyrsti formaður félagsins var Þuríður Bárðardóttir og gegndi hún formennskunni í 27 ár. Bjarni Pálsson fyrsti landlæknir á Íslandi, sem tók við embætti árið 1760, var fyrsti kennari íslenskra ljósmæðra.

Árið 1761 var ráðin ljósmóðir frá Danmörku, Margrethe Katrine Magnússen, til að sjá um klíníska kennslu. Fyrsta ljósmóðurpróf, sem skráð er á Íslandi tók Rannveig Egilsdóttir að Staðarfelli á Fellsströnd, árið 1768. Yfirsetukvennaskóli Íslands var stofnaður 1912 en nafninu breytt í Ljósmæðraskóli Íslands með nýjum lögum 1932. Þegar Landsspítalinn tók til starfa 1930 var skólinn fluttur þangað ásamt verklegri kennslu. Árið 1982 var ákveðið í reglugerð að inntaka í Ljósmæðraskóla Íslands væri bundin því skilyrði að umsækjendur lykju prófi í hjúkrunarfræði. Árið 1996 hófst nýtt nám í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands og ljósmæður tóku sjálfar að sér að stýra námi sínu sem er ein af forsendum þess að stéttin sé skilgreind sem fagstétt. Fyrstu ljósmæður frá H.Í. útskrifuðust 1998.
Skoða allar upplýsingar