Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

680FDCS - Ungviði íslensku húsdýranna III

680FDCS - Ungviði íslensku húsdýranna III

Venjulegt verð 585 kr
Venjulegt verð Söluverð 585 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Hvolpur. Íslenski hundurinn fluttist að öllum líkindum til Íslands með landnámsmönnum og telst náskyldur norska búhundinum. Skipuleg ræktun íslenska hundsins hófst upp úr miðri síðustu öld. Hann var lengst af notaður í smalamennsku en nýtur nú vinsælda sem fjölskylduhundur. Við uppeldi hvolps er mikilvægt að mynda góð tengsl milli hans og eigandans, leika við hann og hrósa honum þegar hann gerir rétt. Allt þetta skilar sér til baka í þjálfun hans. Það er verkefni fullorðinna að ala upp hund því börn hafa ekki þroska til þess. Flestar hundategundir eru barngóðar en mikill munur er á því að vera leikfang eða leikfélagi og vinur.

Folald. Landnámsmenn fluttu með sér hesta þegar þeir námu Ísland fyrir rúmum ellefu öldum. Íslenski hesturinn er stundum talinn afkomandi norska fjarðahestsins sem var algengur á Norðurlöndum en er þó gjörólíkur honum hvað varðar sköpulag og stærð. Íslenski hesturinn er smávaxinn en óvenju sterkbyggður, þrautseigur og veðurþolinn. Hann hefur aflað sér mikilla vinsælda fyrir vingjarnlegt eðlisfar sitt og jafnaðargeð. Fyrir hestaunnendur fer spennandi tími í hönd á vorin þegar folöldin fæðast. Mikilvægt er að umgangast þau í bernsku, það léttir frumtamningu og sparar hesta­­manninum tíma við tamningu síðar meir. Tamningar hefjast venjulega þegar trippið er fjögurra vetra gamalt.
Skoða allar upplýsingar