1
/
af
1
679FDC4 - Póstmannafélag Íslands 100 ára
679FDC4 - Póstmannafélag Íslands 100 ára
Venjulegt verð
860 kr
Venjulegt verð
Söluverð
860 kr
Einingaverð
/
á
Skattur innifalinn.
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Póstmannafélag Íslands var stofnað í Reykjavík hinn 26. mars 1919. Sögu íslenskra póstmanna má rekja til ársins 1776 þegar Kristján VII gaf út tilskipun um að komið skyldi á póstferðum innanlands á Íslandi. Fyrsti íslenski pósturinn hét Ari Guðmundsson og fór hann gangandi frá Reykjanesi við Djúp að Haga á Barðaströnd og var sex daga á leiðinni.
Þegar Póstmannafélagið var stofnað var verkalýðshreyfingin í deiglu. Íslendingar höfðu nýlega öðlast fullveldi og almenn vakning ríkti á félagssviðinu. Árið 1932 voru félagsmenn orðnir 73 en eru í dag um 900. Meginhlutverk félagsins er að standa vörð um hagsmuni íslenskra póstmanna og sækja fyrir þeirra hönd fram til bættra kjara.
Í áranna rás hefur Póstmannafélagi Íslands vaxið mjög fiskur um hrygg um leið og félagsmönnum hefur fjölgað. Félagið er nú ein styrkasta stoðin í BSRB og leiðandi afl innan launþegahreyfingarinnar. Starfið innan PFÍ hefur breyst mikið á undanförnum árum. Árið 2001 voru aðeins um fjórðungur félagsmanna enn í starfi af þeim sem störfuðu hjá Póst-og símamálastofnuninni sem lögð var niður 1. janúar 1997 með stofnun Pósts og síma hf. og ári síðar Íslandspósts hf. Þrátt fyrir þessar breytingar vinnur félagið áfram að því að stuðla að félagslegu réttlæti og hlúa að mannlegum verðmætum.
Skoða allar upplýsingar
Þegar Póstmannafélagið var stofnað var verkalýðshreyfingin í deiglu. Íslendingar höfðu nýlega öðlast fullveldi og almenn vakning ríkti á félagssviðinu. Árið 1932 voru félagsmenn orðnir 73 en eru í dag um 900. Meginhlutverk félagsins er að standa vörð um hagsmuni íslenskra póstmanna og sækja fyrir þeirra hönd fram til bættra kjara.
Í áranna rás hefur Póstmannafélagi Íslands vaxið mjög fiskur um hrygg um leið og félagsmönnum hefur fjölgað. Félagið er nú ein styrkasta stoðin í BSRB og leiðandi afl innan launþegahreyfingarinnar. Starfið innan PFÍ hefur breyst mikið á undanförnum árum. Árið 2001 voru aðeins um fjórðungur félagsmanna enn í starfi af þeim sem störfuðu hjá Póst-og símamálastofnuninni sem lögð var niður 1. janúar 1997 með stofnun Pósts og síma hf. og ári síðar Íslandspósts hf. Þrátt fyrir þessar breytingar vinnur félagið áfram að því að stuðla að félagslegu réttlæti og hlúa að mannlegum verðmætum.
