Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

678FDCS - Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli

678FDCS - Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli

Venjulegt verð 320 kr
Venjulegt verð Söluverð 320 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Vestmannaeyjar fengu fyrst kaupstaðarréttindi ásamt fimm öðrum byggðarlögum 1786 og voru þetta fyrstu kaupstaðir á Íslandi. Árið 1836 misstu þeir allir nema Reykjavík kaupstaðarréttindi sín en fengu þau smám saman aftur og fleiri bættust við. Ný lög frá Alþingi um kaupstaðarréttindi Vestmannaeyjabæjar tóku gildi 1. janúar 1919. Þá bjuggu í Vestmannaeyjum ríflega tvö þúsund manns. Á samstöðu og einingu byggðarinnar hefur reynt í stórum áföllum. Sjóræningjar frá Algeirsborg rændu Eyjarnar 1627, fluttu út í ánauð 242 einstaklinga og urðu 36 að bana. Mikill ungbarnadauði á fyrrihluta 19. aldar og miklir fólksflutningar frá Eyjum til Vesturheims á 19. öld höfðu einnig áhrif á framvindu byggðar.

Vestmannaeyjar eru þekktar fyrir fjölbreytt menningarog tónlistarlíf. Saga Vestmannaeyja hefur þó mest verið samofin sögu sjávarútvegs en vélbátaöld hófst í Eyjum árið 1906. Síðan breyttust Eyjarnar úr verstöð áraskipa í kaupstað vélbátaútgerðar og hafa allt frá upphafi vélbátaaldar verið ein stærsta verstöð landsins. Íbúafjöldinn fjórfaldaðist á tímabilinu 1906-1926, úr um 700 í 3000 íbúa. Þegar eldgos hófst í Heimaey, aðfaranótt 23. janúar 1973, var íbúafjöldinn kominn í 5.300 manns. Íbúum fækkaði þá verulega og um þriðjungur húseigna í Eyjum fór undir hraun og ösku. Íbúaþróun í Eyjum hefur verið heldur hagstæð síðustu ár og íbúafjöldinn um 4.300 manns í árslok 2018.
Skoða allar upplýsingar