1
/
af
1
677FDC4 - Íslensk samtímahönnun IX – Landslagsarkitektúr
677FDC4 - Íslensk samtímahönnun IX – Landslagsarkitektúr
Venjulegt verð
6.400 kr
Venjulegt verð
Söluverð
6.400 kr
Einingaverð
/
á
Skattur innifalinn.
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Ylströndin í Garðabæ nýtur vinsælda á góðviðrisdögum enda skjólsæl og tilvalin til útiveru. Útfærsla strandarinnar var einföld. Sjór fer inn um skarð í varnargarði á flóði og myndar baðlón fyllt skeljasandi. Engu heitu vatni er veitt út í lónið heldur er treyst á aðkomu náttúrunnar. Heildarstærð svæðis er um 4000 m2 en vatnsborð lónsins er breytilegt eftir sjávarföllum. Pétur Jónsson landslagsarkitekt hjá Landark ehf. hannaði ylströndina 2004.
Brimketill er sérkennileg laug í sjávarborðinu vestast í Staðarbergi skammt frá Grindavík og varð til vegna stöðugs núnings brims við hraunklettana en hraunið er þarna gróft og sprungið. Gerður hefur verið stígur yfir hraunið ásamt útsýnispalli þar sem laugin blasir við. Teiknistofan Landmótun vann að gerð stíga og útsýnispalla fyrir Reykjanes jarðvanginn. Aðalhönnuður verksins var Lilja Kristín Ólafsdóttir. Höfundur deiliskipulags var Óskar Örn Gunnarsson.
Saxhóll er rúmlega 100 metra hár, keilulaga gígur í þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Ofan af honum er fagurt útsýni. Umhverfisstofnun fékk ráðgjafafyrirtækið Landslag ehf. til að leggja tröppustíg upp á Saxhól. Stígurinn er úr málmblendi og sameinar með einföldum hætti hugsjónir um landvernd og frumkvöðlastarfsemi vegna fjölgunar ferðamanna. Þráinn Hauksson og Jón Rafnar Benjamínsson hönnuðu tröppustíginn sem hefur verið tilnefndur til fjölda hönnunarverðlauna og hlaut í lok september 2018, ein virtustu verðlaun sem veitt eru fyrir landslagsarkitektúr, hin alþjóðlegu Rosa Barba Landscape Prize.
Bragginn er veitingastaður við Nauthólsvík sem leggur áherslu á að sinna útivistarfólki og háskólanemum. Bragginn er til húsa í nýuppgerðum bragga og þar er góð tenging við ströndina og sjóinn. Teiknistofan Dagný Land Design (DLD) hannaði lóðina. Nýtt var efni úr upprunalega bragganum sem var byggður 1944-1945 og stemning þess tíma endursköpuð. Dagný Bjarnadóttir er eigandi teiknistofunnar DLD og hefur unnið til fjölda verðlauna í samkeppnum.
Skoða allar upplýsingar
Brimketill er sérkennileg laug í sjávarborðinu vestast í Staðarbergi skammt frá Grindavík og varð til vegna stöðugs núnings brims við hraunklettana en hraunið er þarna gróft og sprungið. Gerður hefur verið stígur yfir hraunið ásamt útsýnispalli þar sem laugin blasir við. Teiknistofan Landmótun vann að gerð stíga og útsýnispalla fyrir Reykjanes jarðvanginn. Aðalhönnuður verksins var Lilja Kristín Ólafsdóttir. Höfundur deiliskipulags var Óskar Örn Gunnarsson.
Saxhóll er rúmlega 100 metra hár, keilulaga gígur í þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Ofan af honum er fagurt útsýni. Umhverfisstofnun fékk ráðgjafafyrirtækið Landslag ehf. til að leggja tröppustíg upp á Saxhól. Stígurinn er úr málmblendi og sameinar með einföldum hætti hugsjónir um landvernd og frumkvöðlastarfsemi vegna fjölgunar ferðamanna. Þráinn Hauksson og Jón Rafnar Benjamínsson hönnuðu tröppustíginn sem hefur verið tilnefndur til fjölda hönnunarverðlauna og hlaut í lok september 2018, ein virtustu verðlaun sem veitt eru fyrir landslagsarkitektúr, hin alþjóðlegu Rosa Barba Landscape Prize.
Bragginn er veitingastaður við Nauthólsvík sem leggur áherslu á að sinna útivistarfólki og háskólanemum. Bragginn er til húsa í nýuppgerðum bragga og þar er góð tenging við ströndina og sjóinn. Teiknistofan Dagný Land Design (DLD) hannaði lóðina. Nýtt var efni úr upprunalega bragganum sem var byggður 1944-1945 og stemning þess tíma endursköpuð. Dagný Bjarnadóttir er eigandi teiknistofunnar DLD og hefur unnið til fjölda verðlauna í samkeppnum.
