Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

676FDC4 - Lýðveldið Ísland 75 ára

676FDC4 - Lýðveldið Ísland 75 ára

Venjulegt verð 860 kr
Venjulegt verð Söluverð 860 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Langþráðu markmiði í baráttu íslensku þjóðarinnar fyrir frelsi og fullveldi var náð með stofnun lýðveldis á Þingvöllum 17. júní 1944. Ísland hafði fengið stjórnarskrá og takmarkaða heimastjórn á þjóðhátíð á Þingvöllum árið 1874 í tilefni af 1000 ára afmæli Íslandsbyggðar en við lýðveldisstofnun 1944 hafði Ísland verið undir stjórn Norðmanna og Dana í 682 ár. Miklar og örar breytingar til batnaðar urðu á högum landsmanna eftir lýðveldisstofnun. Ísland varð aðili að Sameinuðu þjóðunum 1946 og árið 1949 gekk Ísland í varnarbandalagið NATÓ. Á sjöunda áratug aldarinnar hófst stóriðja með tilkomu Búrfellsvirkjunar og álversins í Straumsvík. Landhelgisdeila við Breta braust út í formi þorskastríðanna (1958-1976 með hléum) sem varð til þess að landhelgin var færð út í 200 mílur. Árið 1970 gekk Ísland í Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) sem stuðlaði að frjálsari verslun. Á síðari hluta 20. aldar jókst þjóðarframleiðsla Íslendinga til muna og innviðir og velferðarkerfi landsins efldust.

Myndefni frímerkisins sem Íslandspóstur gefur út í tengslum við 75 ára afmæli lýðveldisins er Fjallkonan, tákn eða kvengervingur Íslands og mikilvægt tákn á lýðveldistímanum. Hún var það líka fyrir lýðveldisstofnun, enda algengt tákn í íslenskum skáldskap allt frá 18. öld, en verður táknmynd hins unga lýðveldis eftir stofnun þess. Myndefnið byggir á sömu fyrirmynd og mynd Benedikts Gröndals sem birtist á minningarspjaldi um þjóðhátíðina 1874 en hefur verið færð til nútímalegri teiknistíls og lita.
Skoða allar upplýsingar