Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

675FDC4 - Jólafrímerki 2018

675FDC4 - Jólafrímerki 2018

Venjulegt verð 1.860 kr
Venjulegt verð Söluverð 1.860 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Piparkökubakstur er ómissandi í jólaundirbúningnum á mörgum heimilum og piparkökurnar, litfagrar og listilega skreyttar, geta tekið á sig margvíslegustu myndir. Heilu fjölskyldurnar hittast jafnvel til að baka saman piparkökur og búa til sín eigin piparkökuhús af ýmsum stærðum og gerðum. Jólin eru jú tími fjölskyldunnar og flestum þykir samveran með börnum og nánustu ættingjum besta og dýrmætasta gjöfin sem þeir fá á jólum. Allt þetta umstang á aðventunni þegar heimilið er undirlagt skreytingum, kökubakstri og þrifum skapar sérstaka hátíðarstemningu. Börnin eru full eftirvæntingar og dugleg að hjálpa til og þá ekki bara við smákökubakstur því sumar fjölskyldur halda föndurkvöld, búa til eigin jólakort, fara jafnvel á jólatónleika eða út í skóg að velja og fella eigið jólatré og nota þá ef til vill tækifærið líka til að týna greniköngla. Eftirvænting og spenningur barnanna vegna jólanna sameinast ómandi jólatónlist, ljósin og hátíðleikinn heilla og góða lyktin af piparkökum og greni leggur um allt hús. En loks fellur allt í dúnalogn í faðmi fjölskyldunnar á aðfangadag. Sannur jólaandi svífur yfir vötnum og enginn fer í jólaköttinn. Jólafrímerkin í ár eru sérstök að því leyti að þau gefa frá sér piparkökuilm.
Skoða allar upplýsingar