Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

674B - Íslensk myndlist IX - SÚM - Hreinn Friðfinnsson - Attending - 50g til Evrópu

674B - Íslensk myndlist IX - SÚM - Hreinn Friðfinnsson - Attending - 50g til Evrópu

Venjulegt verð 360 kr
Venjulegt verð Söluverð 360 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
SÚM-hreyfingin varð til í Reykjavík um miðjan sjöunda áratuginn og starfaði nokkuð samfellt fram yfir 1970. Í heild sinni var hreyfingin róttæk atlaga að meginstoðum íslenskrar myndlistar á síðari hluta 20stu aldar, landslagsmálverkinu og abstraktlistinni. Innbyrðis voru SÚM-listamenn afar ólíkir, sumir að mestu sjálflærðir. Rætur SÚM-hreyfingar liggja í þjóðfélagslegu umróti í samtímanum og uppgjöri við gildismat vestrænna landa. Popplistarmenn gerðu sér mat úr „ólistrænni“ dægurmenningu. Ný kynslóð íslenskra myndlistarmanna kynntist þessum viðhorfum að hluta til fyrir tilstilli svissnesk-þýska myndlistarmannsins Dieter Roth, sem lengi var búsettur á Íslandi. Regnhlífarhugtak sem tekur til flestra þessara myndlistarviðhorfa er „nýraunsæi“. Í hugtakinu felst að veruleikinn er fullkomlega áhugaverður í sjálfum sér og því óþarfi að gera af honum „eftirmyndir“ eins og í hefðbundinni myndlist, hann má innlima óbreyttan í listaverkið. Þannig er ljósmyndaverk Sigurðar Guðmundssonar (f. 1942) Collage frá 1979, samtíningur vel þekktra en ósamstæðra fyrirbæra úr hversdagslegum veruleika. Hreinn Friðfinnsson (f. 1943) lætur venjulegan handspegil spegla óravíddir himins og jarðar. Jón Gunnar Árnason (1931-1989) dregur saman aflóga vélaparta og smíðar úr þeim rafvætt hjartalíkneski og tjáir þannig ímugust sinn á líffæraflutningi. Málað verk Rósku (1946-1996) opinberar viðhorf listakonunnar til tímans og hefðbundins kynhlutverks hennar sjálfrar. Flest verk SÚMlistamanna eru þannig í eðli sínu tilvistarlegar fyrirspurnir í nýjum og óvæntum búningi. Þótt mörg þeirra væru gerð úr forgengilegum efnum, voru áhrif þeirra varanleg. Þau eru því hvorttveggja endapunktur og nýtt upphaf í íslenskri myndlist.
Skoða allar upplýsingar