1
/
af
1
673FDC4 - Stórkostlegt útsýni – Sepac frímerki
673FDC4 - Stórkostlegt útsýni – Sepac frímerki
Venjulegt verð
1.020 kr
Venjulegt verð
Söluverð
1.020 kr
Einingaverð
/
á
Skattur innifalinn.
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Sameiginlegt þema þeirra 13 landa sem gefa út Sepac frímerki, er að þessu sinni „stórkostlegt útsýni“. Myndefni íslenska frímerkisins er Vestrahorn, 454 m hátt fjall á Suðausturlandi.
Vestrahorn er hömrum girt og svipmikið. Er það eitt af fáum fjöllum á Íslandi, sem eru nær eingöngu úr gabbró en einnig er nokkuð um granofýr í því. Fjallið stendur við opið úthaf um 10 km fyrir austan Höfn í Hornafirði. Erfið og ógreiðfær gönguleið liggur milli fjalls og fjöru við Vestrahorn. Vestan við Vestrahorn gengur Stokksnes í sjó fram og er mikið um sel á skerjunum fyrir utan ströndina þar. Vestrahorn tilheyrir fjalllendinu utan Skarðsdals en það fjalllendi er á náttúruminjaskrá. Það er fagurt fjallendi með margvíslegum bergtegundum. Gabbró-granófýrið er um 6,6 milljón ára gamalt. Vestrahorn er á mörkum á landnámi landnámsmannanna Þorsteins leggs og Hrollaugs Rögnvaldssonar. Hrollaugur var sonur jarlsins á Mæri í Noregi og bróðir Göngu-Hrólfs. Hann kom fyrst til hafnar í Reykjavík en fann öndvegissúlur sínar reknar á land við Vestrahorn og settist þar að.
Skoða allar upplýsingar
Vestrahorn er hömrum girt og svipmikið. Er það eitt af fáum fjöllum á Íslandi, sem eru nær eingöngu úr gabbró en einnig er nokkuð um granofýr í því. Fjallið stendur við opið úthaf um 10 km fyrir austan Höfn í Hornafirði. Erfið og ógreiðfær gönguleið liggur milli fjalls og fjöru við Vestrahorn. Vestan við Vestrahorn gengur Stokksnes í sjó fram og er mikið um sel á skerjunum fyrir utan ströndina þar. Vestrahorn tilheyrir fjalllendinu utan Skarðsdals en það fjalllendi er á náttúruminjaskrá. Það er fagurt fjallendi með margvíslegum bergtegundum. Gabbró-granófýrið er um 6,6 milljón ára gamalt. Vestrahorn er á mörkum á landnámi landnámsmannanna Þorsteins leggs og Hrollaugs Rögnvaldssonar. Hrollaugur var sonur jarlsins á Mæri í Noregi og bróðir Göngu-Hrólfs. Hann kom fyrst til hafnar í Reykjavík en fann öndvegissúlur sínar reknar á land við Vestrahorn og settist þar að.
