1
/
af
1
672A - Norðurlandafrímerki 2018 - Sjálflímandi - 50g til Evrópu
672A - Norðurlandafrímerki 2018 - Sjálflímandi - 50g til Evrópu
Venjulegt verð
360 kr
Venjulegt verð
Söluverð
360 kr
Einingaverð
/
á
Skattur innifalinn.
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Sameiginlegt þema Norðurlandafrímerkjanna árin 2018- 2022 eru fiskar (2018), spendýr (2020) og fuglar (2022).
Makríll (Scomber scombrus) er hraðsyntur uppsjávarfiskur sem finnst í Norður-Atlantshafi. Makríll er algengur í svölum sjó og heldur sig í stórum torfum nálægt yfirborði. Makríllinn sem gengur inn í íslenska lögsögu á sumrin í fæðuleit er oft 35-40 cm langur. Rauðáta er mikilvæg fæða hans en hann étur einnig svif og fiska. Makríll er sundmagalaus og sekkur því ef hann er ekki á stöðugri hreyfingu. Makrílgöngur hafa tekið miklum breytingum undanfarin ár og er breytt göngumynstur talið orsakast af hlýnun sjávar. Makríll fannst fyrst við Ísland árið 1895 en Íslendingar hófu ekki að veiða makríl markvisst fyrr en árið 2007.
Loðna (Mallotus villosus) er smávaxinn uppsjávarfiskur, sem fullþroska er 13-18 cm á lengd, sem heldur sig í torfum. Hún er útbreidd um öll nyrstu höf jarðar og eru stærstu loðnustofnar í Barentshafi og á Íslandsmiðum. Stór loðna étur ljósátu og önnur smákrabbadýr. Loðnan hrygnir á sandbotni 2-6 ára og drepst yfirleitt að lokinni hrygningu. Loðna hefur verið meðal mikilvægustu nytjafiska Íslendinga frá því á sjöunda áratugi 20. aldar.
Skoða allar upplýsingar
Makríll (Scomber scombrus) er hraðsyntur uppsjávarfiskur sem finnst í Norður-Atlantshafi. Makríll er algengur í svölum sjó og heldur sig í stórum torfum nálægt yfirborði. Makríllinn sem gengur inn í íslenska lögsögu á sumrin í fæðuleit er oft 35-40 cm langur. Rauðáta er mikilvæg fæða hans en hann étur einnig svif og fiska. Makríll er sundmagalaus og sekkur því ef hann er ekki á stöðugri hreyfingu. Makrílgöngur hafa tekið miklum breytingum undanfarin ár og er breytt göngumynstur talið orsakast af hlýnun sjávar. Makríll fannst fyrst við Ísland árið 1895 en Íslendingar hófu ekki að veiða makríl markvisst fyrr en árið 2007.
Loðna (Mallotus villosus) er smávaxinn uppsjávarfiskur, sem fullþroska er 13-18 cm á lengd, sem heldur sig í torfum. Hún er útbreidd um öll nyrstu höf jarðar og eru stærstu loðnustofnar í Barentshafi og á Íslandsmiðum. Stór loðna étur ljósátu og önnur smákrabbadýr. Loðnan hrygnir á sandbotni 2-6 ára og drepst yfirleitt að lokinni hrygningu. Loðna hefur verið meðal mikilvægustu nytjafiska Íslendinga frá því á sjöunda áratugi 20. aldar.
