1
/
af
1
671FDC4- Akranes traktorinn - upphaf dráttarvélaaldar á Íslandi
671FDC4- Akranes traktorinn - upphaf dráttarvélaaldar á Íslandi
Venjulegt verð
2.120 kr
Venjulegt verð
Söluverð
2.120 kr
Einingaverð
/
á
Skattur innifalinn.
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Þann 12. ágúst 1918 kom fyrsti traktorinn til landsins og markaði þannig upphaf vélvæðingar í íslenskum landbúnaði. Kaupendurnir voru þeir Þórður Ásmundsson kaupmaður og útgerðarmaður og Bjarni Ólafsson skipstjóri, búsettir á Akranesi. Dráttarvélin sem gekk undir nafninu Akranestraktorinn, var af Avery-gerð, með 16 hestafla olíuvél, um 2,5 tonn að þyngd, 1,5 m breið og 3,5 m löng. Vélin dró 3 plóga en í þeirra stað mátti láta hana draga ýmiskonar verkfæri en einnig vél til þess að taka upp kartöflur. Vélinni var nefnilega ætlað að notast við kartöflurækt, en þær höfðu verið ræktaðar um langan aldur á Akranesi. Dráttarvélar voru að kalla óþekktar á Norðurlöndum fyrir fyrri heimsstyrjöld 1914-18. Akranes-traktorinn kom til landsins með gamla Gullfossi og með henni Vestur-Íslendingurinn John Sigmundsson sem setti vélina saman. Töluverð vantrú var í fyrstu á þessari tilraun til vélvæðingar landbúnaðarins. Bæði landsstjórnin, Búnaðarfélag Íslands og Alþingi Íslendinga höfðu hafnað kaupum á vélinni. Haft var eftir þeim sem fyrstir lærðu á vélina að hún hafi reynst bæði fljótvirk og velvirk.
Skoða allar upplýsingar
