1
/
af
1
670FDCS - Háskólinn á Bifröst/ Samvinnuskólinn 100 ára - Sjálflimandi frímerki
670FDCS - Háskólinn á Bifröst/ Samvinnuskólinn 100 ára - Sjálflimandi frímerki
Venjulegt verð
300 kr
Venjulegt verð
Söluverð
300 kr
Einingaverð
/
á
Skattur innifalinn.
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Háskólinn á Bifröst á rætur að rekja til Samvinnuskólans sem var stofnaður árið 1918 í Reykjavík og hóf starfsemi í desember það ár. Fyrsti skólastjóri hans var Jónas Jónsson frá Hriflu. Í dag er Háskólinn á Bifröst fjölbreyttur háskóli, sem býður nemendum sínum upp á fræðslu, þekkingu og þjálfun í viðskiptafræði og viðskiptalögfræði sem og heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Sumarið 1955 var Samvinnuskólinn fluttur að Bifröst í Borgarfirði og hefur verið starfræktur þar síðan. Jafnframt var skólinn endurmótaður og endurskipulagður frá grunni sem heimavistarskóli. Nú hefur risið myndarlegt háskólaþorp á Bifröst og hafa íbúar þess náð að vera 700 talsins þegar mest var. Samvinnuskólinn, Samvinnuháskólinn, Viðskiptaháskólinn á Bifröst og Háskólinn á Bifröst eru ein og sama stofnunin. Skólinn hóf kennslu á meistarastigi sumarið 2003. Nemendafjöldi skólans hefur vaxið hratt á síðustu árum. Árið 1998 voru um 120 nemendur skráðir í skólann en árið 2017 stunduðu alls 850 manns nám við skólann. Á vorönn 2018 eru um 470 nemendur skráðir í skólann. Skólinn skiptist í fimm námsdeildir: viðskiptadeild, lagadeild, félagsvísindadeild, frumgreinadeild og símenntunardeild.
Skoða allar upplýsingar
