1
/
af
1
668FDCS - Frímerkjasýningin Nordia 2018
668FDCS - Frímerkjasýningin Nordia 2018
Venjulegt verð
775 kr
Venjulegt verð
Söluverð
775 kr
Einingaverð
/
á
Skattur innifalinn.
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Norræna frímerkjasýningin NORDIA 2018 verður haldin á Íslandi dagana 8.-10. júní 2018 í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ. Rekja má NORDIA sýningarnar aftur til ársins 1966 þegar Finnar héldu sýningu sem nefnd var Nordia. Önnur slík sýning var haldin 1975 og var þá ákveðið að halda reglulegar norrænar frímerkjasýningar. Íslendingar hafa tekið þátt í Nordia sýningum frá 1978. Sýningin í ár er sú sjöunda sem haldin er á Íslandi. Þar verður gestum boðið upp á tæplega 700 sýningarramma á öllum keppnisstigum. Um 20 sölubásar póststjórna og frímerkjakaupmanna verða á sýningunni. Íslandspóstur gefur út smáörk af þessu tilefni. Myndefnið er útsaumsverk Þórdísar Egilsdóttur (1878-1961) af íslenskum sveitabæ, en verkið heitir einmitt Sveitabær. Þórdís var á sínum tíma ein fremsta hannyrðakona Íslendinga. Veggteppið er saumað með listasaumi úr íslensku ullarbandi sem Þórdís vann sjálf og litaði að mestu með íslenskum jurtalitum. Fyrirmynd verksins teiknuðu Ríkarður Jónsson myndskeri og Gunnar Klængsson samkvæmt hennar fyrirsögn. Myndin sýnir reisulegan burstabæ og fólk við heyvinnu. Árið 1930 saumaði Þórdís mynd af íslenskri baðstofu. Báðar myndirnar voru á heimssýningunni í New York 1939. Íslenska ríkið keypti þær 1944 og hefur sveitabærinn prýtt húsakynni forseta Íslands á Bessastöðum.
Skoða allar upplýsingar
