Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

666FDC4 - Eggert Ólafsson, 250 ára minning

666FDC4 - Eggert Ólafsson, 250 ára minning

Venjulegt verð 1.020 kr
Venjulegt verð Söluverð 1.020 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Eggert Ólafsson (1726-1768) var skáld, rithöfundur og náttúrufræðingur úr Svefneyjum á Breiðafirði. Hann var einn af fyrstu boðberum upplýsingarinnar á Íslandi. Eggert nam náttúruvísindi og ýmsar aðrar greinar við Kaupmannahafnarháskóla. Hann var eindreginn þjóðernissinni og rit hans, einkum kvæðin, eru þrungin eldmóði. Þekktastur er Eggert fyrir bók sem hann skrifaði með Bjarna Pálssyni, skólafélaga sínum í Kaupmannahöfn, um landshætti á Íslandi. Þeir ferðuðust um landið á árunum 1752-1777 og söfnuðu gagnlegum upplýsingum um land og þjóð í því skyni að koma atvinnumálum í betra horf. Var hér um tímamótaverk að ræða sem enn í dag hefur mikið gildi sem heimildarrit um hag og háttu landsmanna á þessum tíma. Sem einn af forvígismönnum upplýsingastefnunnar átti Eggert sinn þátt í að vekja Íslendinga til umhugsunar um bága stöðu sína og doðahugsun sem honum fannst einkenna landsmenn á 18. öld. Eggert drukknaði á Breiðafirði árið 1768, ásamt konu sinni Ingibjörgu Guðmundsdóttur. Voru þau á leið heim úr vetursetu í Sauðlauksdal. Eggert varð landsmönnum harmdauði en hugmyndir hans lifðu ekki síst með því að Fjölnismenn héldu nafni hans á lofti.
Skoða allar upplýsingar