Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

665FDCS - Norræna húsið í Reykjavík 50 ára

665FDCS - Norræna húsið í Reykjavík 50 ára

Venjulegt verð 300 kr
Venjulegt verð Söluverð 300 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Norræna húsið er stofnun hýst í samnefndu húsi í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Stofnunin á að stuðla að samvinnu og efla tengsl Íslands og hinna Norðurlandanna. Byggingin var hönnuð af finnska arkitektinum Alvar Aalto. Hún var fullbyggð árið 1968. Þar má finna bókasafn, veitingastað og sali, sem leigðir eru til sýninga-, ráðstefnu- og fundahalda. Húsið er opið alla daga vikunnar. Norræna húsið er bakhjarl og þátttakandi í helstu menningarviðburðum Íslands svo sem Kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, Bókmenntahátíð Reykjavíkur, Iceland Airwaves, Listahátíð Reykjavíkur og Norræna tískutvíæringnum en Norræna húsið átti frumkvæðið að þeim viðburði. Norræna húsið hefur einnig skipulagt og haft frumkvæði að margvíslegum menningarviðburðum og sýningum. Bókasafn Norræna hússins er stærst sinnar tegundar á Norðurlöndum. Þar er að finna bækur og blöð á sjö norrænum málum: dönsku, finnsku, færeysku, grænlensku, norsku, samísku og sænsku. Þar er einnig hægt að fá lánaðar hljóðbækur og hlaða niður rafbókum í gegnum heimasíðu safnsins. Í safninu er einnig Artótek með grafíkmyndum eftir norræna listamenn.
Skoða allar upplýsingar