1
/
af
1
664FDC4 - Siglufjörður 100 ára kaupstaðarafmæli
664FDC4 - Siglufjörður 100 ára kaupstaðarafmæli
Venjulegt verð
840 kr
Venjulegt verð
Söluverð
840 kr
Einingaverð
/
á
Skattur innifalinn.
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Siglufjörður er bær sem stendur við samnefndan fjörð á Norðurlandi. Árið 1614 var ný kirkja reist á Hvanneyri við Siglufjörð. Verslun hófst í hreppnum 1788 og Siglufjörður varð að löggiltum verslunarstað árið 1818. Einni öld síðar, árið 1918, fékk hreppurinn kaupstaðarréttindi og hét eftir það Siglufjarðarkaupstaður. Í bænum bjuggu 1214 manns 1. janúar 2010, sem er mikil fækkun frá blómaskeiði bæjarins á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar þegar hann var fimmti stærsti kaupstaður landsins. Blómaskeið Siglufjarðar var afleiðing mikilla síldveiða fyrir Norðurlandi sem hófust árið 1903. Siglfirðingar minnast þessa tímabils enn í dag og halda árlega bæjarhátíðina „Síldarævintýrið á Sigló“. Í janúar 2006 samþykktu Siglfirðingar og Ólafsfirðingar í kosningum að sameina bæjarfélögin tvö. Sameiningin gekk í gildi 11. júní 2006 og sveitarfélagið fékk nafnið Fjallabyggð. Mikil menningarstarfsemi er á Siglufirði. Þar er rekið Þjóðlagasetur og haldin árleg þjóðlagahátíð. Síldarminjasafnið er eitt virtasta safn landsins og hefur hlotið margskonar verðlaun og viðurkenningar, m.a. evrópsku safnverðlaunin 2004. Ljóðasetur Íslands tók til starfa á Siglufirði árið 2011.
Skoða allar upplýsingar
