Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

663FDCS - Ferðamannafrímerki VII – Kajakferðir og hellaskoðun

663FDCS - Ferðamannafrímerki VII – Kajakferðir og hellaskoðun

Venjulegt verð 630 kr
Venjulegt verð Söluverð 630 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Kajakferðir á sjó og vötnum njóta aukinna vinsælda meðal ferðamanna hérlendis. Margir íslenskir firðir henta vel til slíkra ferða því þeir eru skjólgóðir og ríkt dýralíf er meðfram ströndinni. Seli og fugla er sennilega hvergi hægt að skoða í betra návígi en sitjandi í kajak enda einstök aðferð til að kynnast náttúrunni. Ferðamönnum og öðrum gefst kostur á slíkri náttúruskoðun víða um land á vegum ferðaþjónustuaðila sem sérhæfa sig í slíkum ferðum. Yfirleitt er miðað við stuttar ferðir með ferðamenn í fugla- og selaskoðun.

Hellaskoðun er áhugaverður kostur fyrir útivistarfólk og gefur nýja sýn á íslenska náttúru. Nauðsynlegt er að undirbúa slíkar ferðir vel og hafa trausta leiðsögn. Hellar eru oft í afskekktum hraunum þar sem fáir þekkja til. Dropasteina er að finna í mörgum þeirra auk annarra viðkvæmra steinmyndana. Hellarannsóknafélag Íslands gefur upplýsingar um hella og skoðunarferðir í þá. Hellamyndin á frímerkinu er tekin í gríðarmiklum gíghelli, Þríhnúkahelli, sem er hluti af Þríhnúkagíg og talinn eitt stærsta og merkasta náttúrufyrirbæri sinnar tegundar á jörðinni.
Skoða allar upplýsingar