1
/
af
1
660FDCS - Jón Thoroddsen 200 ára minning
660FDCS - Jón Thoroddsen 200 ára minning
Venjulegt verð
330 kr
Venjulegt verð
Söluverð
330 kr
Einingaverð
/
á
Skattur innifalinn.
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Jón Thoroddsen (1818-1868) var sýslumaður og rithöfundur og er þekktastur fyrir að hafa skrifað skáldsöguna Pilt og stúlku, fyrstu íslensku skáldsöguna með nútímasniði. Jón fæddist á Reykhólum á Barðaströnd. Hann las lög við Hafnarháskóla og varð sýslumaður Barðstrendinga. Jón var ekki atkvæðamikill í félagslífi og stjórnmálavafstri landa sinna, en umgekkst þó hina fremstu meðal þeirra, þar á meðal Jón Sigurðsson og Jónas Hallgrímsson. Á árunum 1848-1850 skrifaði hann Pilt og stúlku, sem er hugljúf saga af ástum ungmenna. Þar birtast magnaðar aukapersónur á borð við Gróu á Leiti og Bárð á Búrfelli, sem Íslendingar tóku ástfóstri við. Skáldsagan ber þess merki að hún er skrifuð undir áhrifum fremstu rithöfunda samtímans, þar á meðal Charles Dickens og Walter Scott. Jón tók við embætti sýslumanns í Borgarfjarðarsýslu sumarið 1862. Árið 1865 vann Jón að nýrri skáldsögu, sem hann nefndi Maður og kona. Honum tókst þó aðeins að ljúka tveimur þriðju hlutum hennar áður en hann lést. Báðar skáldsögur Jóns eru rómantískar ástarsögur sem gerast í íslenskri sveit.
Skoða allar upplýsingar
