Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

656FDCS - Jólafrímerki 2017

656FDCS - Jólafrímerki 2017

Venjulegt verð 720 kr
Venjulegt verð Söluverð 720 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Desember er tími vongleði og eftirvæntingar. Frá því kveikt er á fyrsta kerti aðventukransins eykst tilhlökkun barnanna uns klukkan hringir inn jólin á aðfangadagskvöld. Frímerkin endurspegla þá gleði og friðsæld sem ríkir um hátíðarnar. Foreldrar upplifa gjarnan stemninguna og jólagleðina í gegnum börnin sín og þau eru í aðalhlutverki ásamt jólasveinunum á öllum frímerkjunum. Um miðja 20. öld fóru jólasveinarnir að gefa börnum í skóinn að norður-evrópskum sið. Þegar fyrsti jólasveinninn kemur láta börnin skóinn í glugga - kistuna og bíða stundum í eftirvæntingu þangað til þau sofna, eins og sést á frímerkinu.

Það verður sífellt vinsælla að velja sér sitt eigið jólatré úti í náttúrunni. Jólasveinar fylgjast úr fjarlægð með börnunum sem hafa valið sér tréð sem þeim finnst fallegasta jólatréð í skóginum. Stef þessa frímerkis gætu verið orð jólalagsins: ,,Tendrum ljós á trénu bjarta, tendrum ljós í hverju hjarta.“ Meðan beðið er eftir jólunum er tilvalið að stytta sér stundir við leiki utandyra. Ekki er verra ef jólasveinn slæst með í för á sleðanum eins og sést á þriðja jólafrímerkinu.
Skoða allar upplýsingar