Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

655C - Íslensk myndlist VIII – Ljóðræn abstraktlist á sjötta og sjöunda áratugnum

655C - Íslensk myndlist VIII – Ljóðræn abstraktlist á sjötta og sjöunda áratugnum

Venjulegt verð 460 kr
Venjulegt verð Söluverð 460 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Formföst strangflatarlistin var haldreipi framsækinna myndlistarmanna á Íslandi mestan hluta sjötta áratugarins. Hún bjó við andstreymi frá þorra alþýðu og íhaldssömum menningarfrömuðum, en átti stuðning áhrifamikilla aðila í þjóðfélaginu. Er leið á áratuginn fór smám saman að fjara undan hugmyndalegum undirstöðum strangflatarlistarinnar. Var um að kenna vaxandi efasemdum nokkurra listfrömuða, sem töldu strangflatarlistina líða fyrir vöntun á frjálsu flæði hugmynda og tilfinninga. Sömuleiðis má nefna aukið brautargengi sjálfsprottinnar abstraktlistar úti í Frakklandi um sama leyti. Tíðindi af nýrri abstraktlist, sem ýmist var kennd við „frjálsa sveiflu“, „slettutækni“ eða „formleysu“, bárust í auknum mæli til Íslands með tímaritum á borð við Cimaise, sem margir listamenn voru áskrifendur að.

Kristján Davíðsson – Málverk, 1958 Hafsteinn Austmann – Án nafns, 1970 Eiríkur Smith – Komposition, 1965 Gerður Helgadóttir – Orgelfúga, 1960

Óhætt er að segja að sýningar Kristjáns Davíðssonar 1957 og 1958, þar sem listamaðurinn bæði spann með olíulitum af fingrum fram og sletti lakki, hafi verið eiginlegt upphaf ljóðrænnar abstraktlistar á Íslandi. Um 1958 hóf Eiríkur Smith að mála abstrakt tilbrigði við hraunið kringum Hafnarfjörð með rípólínlakki, og stuttu seinna notaði Hafsteinn Austmann vatnslitatæknina til að „ljóða“ um náttúruna, ekki einasta föst form hennar, heldur einnig óáþreifanleg fyrirbæri á borð við veður og vinda. Ljóðrænna viðhorfa gætir einnig í þrívíðum verkum Gerðar Helgadóttur, þar sem málmurinn er meðhöndlaður líkt og fínofin tilbrigði um náttúruform. Að sumu leyti er ljóðræna abstraktlistin því eins og huglægur viðauki við íslenska landslagsmálverkið.
Skoða allar upplýsingar