1
/
af
1
654A - Dagur frímerkisins – Erlendir vísindaleiðangrar og ferðamenn til Íslands í 250 ár - 2017
654A - Dagur frímerkisins – Erlendir vísindaleiðangrar og ferðamenn til Íslands í 250 ár - 2017
Venjulegt verð
630 kr
Venjulegt verð
Söluverð
630 kr
Einingaverð
/
á
Skattur innifalinn.
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Í janúar 1767 var franska sjóliðsforingjanum Yves Joseph de Kerguelen de Trémarec afhent fyrirmæli frá Loðvíki konungi XV um að sigla til Íslands til að aðstoða fiskimenn frá Norður-Frakklandi, sem þar stunduðu veiðar. Úr þessu varð fyrsti erlendi vísindaleiðangurinn sem farinn var til Íslands. Þessa fyrstu ferð fór hann á freigátunni La Folle („Sú sem kemur á óvart“) með 200 manna áhöfn en ári síðar sneri hann aftur til Íslands á korvettunni L‘Hirondelle („Svalan“). Bók hans um Íslandsferðirnar „Relation d‘un voyage dans la Mer du Nord“ (Frásögn um ferðalag í Norðurhöfum) kom út árið 1771. Þar greindi hann frá rannsóknum sínum og uppgötvunum í þessum tveimur Íslandsferðum. Skýrslur Kerguelens höfðu bæði hernaðarlega og vísindalega þýðingu. Rit hans er talið áreiðanleg heimild því öfugt við þá sem áður höfðu fjallað um landið hafði Kerguelen engra hagsmuna að gæta. Meðal annarra merkra vísindamanna sem komu síðar til Íslands og skrifuðu um landið voru Sir John Stanley, Sir George Stewart McKenzie, William Jackson Hooker, sem kom til landsins með Jörundi hundadagakonungi, Ebenezer Henderson og fleiri.
Skoða allar upplýsingar
