Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

652B - Lífríki hafsbotnsins við Ísland II - Glókórall - Sjálflímandi

652B - Lífríki hafsbotnsins við Ísland II - Glókórall - Sjálflímandi

Venjulegt verð 560 kr
Venjulegt verð Söluverð 560 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Glókórall (Madrepora oculata) er kóraldýr sem myndar harða kalkskel. Glókórall er ein af þremur kóraltegundum sem getur myndað kóralrif í sjónum hér við land. Vaxtarhraði þessara dýra er um 3-20 mm á ári, þannig að það tekur gríðarlega langan tíma að mynda kóralrif. Hér við land vex glókórall við landgrunnskantinn úti fyrir Suður- og Vesturlandi, á 200-1000 m dýpi. Á þessu svæði eru mörg kóralrif og hafa nokkur þeirra verið mynduð með neðansjávarmyndavélum. Þessi kóralrif njóta nú verndunar.
Skoða allar upplýsingar