1
/
af
1
651A - Viðskiptaráð Íslands 100 ára - Sjálflímandi
651A - Viðskiptaráð Íslands 100 ára - Sjálflímandi
Venjulegt verð
305 kr
Venjulegt verð
Söluverð
305 kr
Einingaverð
/
á
Skattur innifalinn.
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Verzlunarráð Íslands var stofnað hinn 17. september 1917. Í september árið 2005 var ákveðið að breyta nafni Verzlunarráðs Íslands í Viðskiptaráð Íslands. Tilgangur samtakanna er að efla og treysta hina íslensku verslun og skapa heilbrigða og hagfellda verslunarhætti meðal þeirra, sem verslun stunda. Viðskiptaráð Íslands er heildarsamtök fyrirtækja, félaga og einstaklinga í íslensku atvinnulífi. Ráðið og þeir sem að því standa telja að heilbrigt og kraftmikið atvinnulíf skapi forsendur til framfara og bættra lífskjara hér á landi. Forveri ráðsins var Kaupmannaráð Reykjavíkur sem starfaði svipað og erlend verslunarráð og hafði náin sambönd við bæði stjórnvöld og kaupsýslumenn. Kaupmannaráðið gekkst fyrir stofnun Verzlunarskóla Íslands árið 1905. Starfsemin var síðar endurskipulögð og þá varð Verslunarráð Íslands til. Ráðið hefur verið virkt í ýmsum hagnýtum málum er varða aðildarfélög þess. Um miðbik síðustu aldar beindist athyglin að lánsfjármálum og var Verzlunarsparisjóður, forveri Verslunarbankans, stofnaður árið 1956. Verslunarráð gegndi mikilvægu hlutverki við stofnun bankans. Aðild að Viðskiptaráði eiga 236 félög og fyrirtæki.
Skoða allar upplýsingar
