Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

650A - Siðbót í 500 ár - Sjálflímandi

650A - Siðbót í 500 ár - Sjálflímandi

Venjulegt verð 305 kr
Venjulegt verð Söluverð 305 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Árið 2017 eru 500 ár frá því að Marteinn Lúther hengdi skjal með 95 greinum á dyr Hallarkirkjunnar í Wittenberg. Tilgangurinn var að efna til guðfræðilegrar umræðu um réttmæti aflátssölu kirkjunnar og fleira. Sá atburður markaði upphaf siðbótarhreyfingarinnar sem átti eftir að hafa víðtæk áhrif víða í Evrópu. Siðaskiptin á Íslandi urðu um miðja 16. öld og er þá yfirleitt miðað við aftöku Jóns Arasonar biskups á Hólum og sona hans haustið 1550. Jón var andstæðingur hins nýja siðar og þegar hann var úr sögunni varð miklu auðveldara að koma breytingum í kring. Við siðbreytingu fluttust eigur kirkjunnar í hendur Danakonungs og áhrif Dana jukust til muna hér á landi. Þeirri þróun lauk með tilkomu einokunarverslunarinnar 1602. Löggjöf varð einnig strangari og árið 1564 gekk í gildi hinn alræmdi Stóridómur, sem var ströng löggjöf í siðferðismálum. Þjóðkirkjan á Íslandi minnist fimm alda afmælis siðbótarinnar á fjölbreyttan hátt. Haldin verða málþing, stuðlað að útgáfu á völdum ritum Lúthers og útbúið fræðslu- og námsefni. Myndefni frímerkisins er titilblað Nýja testamentis Odds Gottskálkssonar, fyrstu bókar sem prentuð var á íslenska tungu árið 1540.
Skoða allar upplýsingar