Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

648A - Alþjóðlegt ár sjálfbærrar ferðaþjónustu - Bláa Lónið - Sjálflímandi

648A - Alþjóðlegt ár sjálfbærrar ferðaþjónustu - Bláa Lónið - Sjálflímandi

Venjulegt verð 360 kr
Venjulegt verð Söluverð 360 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Árið 2017 er ár „sjálfbærrar ferðaþjónustu“ samkvæmt ákvörðum Sameinuðu þjóðanna. Sjálfbær ferðaþjónusta er skilgreind sem sú þróun eða starfsemi í ferðaþjónustu sem ber virðingu fyrir umhverfinu og tryggir verndun náttúrulegra og menningarlegra auðlinda til langs tíma. Bláa lónið á Reykjanesskaganum myndaðist af affallsvatni frá Hitaveitu Suðurnesja í kjölfar starfsemi hennar í Svartsengi við Grindavík árið 1976. Þegar fólk fór að baða sig í lóninu kom í ljós að það hafði jákvæð áhrif á húð- sjúkdóminn psorisasis. Lónið hefur með tímanum orðið einn fjölsóttasti ferðamannastaður á Íslandi. Vistkerfi þess er eitt sinnar tegundar í heiminum. Hitastigið í lóninu er 37-39°C og það endurnýjar sig á 40 stunda fresti.
Skoða allar upplýsingar