Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

646B - Evrópufrímerki 2017 - Kastalar - Sjálflímandi

646B - Evrópufrímerki 2017 - Kastalar - Sjálflímandi

Venjulegt verð 880 kr
Venjulegt verð Söluverð 880 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Samkvæmt ákvörðun PostEurop, sambands opinberra póstrekenda í Evrópu, eru kastalar sameiginlegt þema Evrópufrímerkjanna í ár. Kastali er víggirt mannvirki, yfirleitt torsótt vegna staðsetningar sinnar. Flestir kastalar á Evrópu á miðöldum voru heimili hefðarfólks og konungborinna og voru byggðir til að standast áhlaup óvina, ásamt því að vera mikilvægt stöðutákn. Margir kastalar álfunnar eru enn í notkun, flestir sem söfn en nokkrir sem bústaðir, jafnvel heimili afkomenda þeirra sem þá byggðu. Kastalar voru aldrei reistir á Íslandi að undanskildum loftkastölum og snjókastölum, sem eru þema íslensku Evrópumerkjanna. Víða í íslenskri náttúru má þó sjá kastalaform og í frægu kvæði Jónasar Hallgrímssonar um fjallið Skjaldbreiður segir meðal annars: „Búinn er úr bláastorku / bergkastali frjálsri þjóð.“ Bergkastalalíkingin vísar til forma sem sjá má í náttúrunni. Hún gerir landslagið að sýnilegri byggingu og talar til augnanna. Víða í íslenskri náttúru má sjá margvísleg form sem kalla mætti náttúrlega íslenska „kastala“. Má þar til dæmis nefna Dimmuborgir við Mývatn, Eldborg á Mýrum og Borgarvirki í Vestur-Húnavatnssýslu.
Skoða allar upplýsingar