Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

644FDC4 - Íslensk samtímahönnun VIII – Textílhönnun

644FDC4 - Íslensk samtímahönnun VIII – Textílhönnun

Venjulegt verð 6.340 kr
Venjulegt verð Söluverð 6.340 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Textílhönnun er þema áttundu frímerkjaraðarinnar sem tileinkuð er íslenskri samtímahönnun. Vík Prjónsdóttir hannaði trefilinn „Verndarhönd“. Vík Prjónsdóttir er samstarfsverkefni hönnuða en markmið þess er að efla vöruþróun á sviði ullar- og prjónaiðnar. Hönnuðirnir heillast af sagnahefð og hegðun náttúrunnar. Þeir eru Brynhildur Pálsdóttir, Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og Þuríður Rós Sigurþórsdóttir. Fyrirtækið hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar og vörurnar verið sýndar á sýningum erlendis. Bryndís Bolladóttir hannaði verkið „Auga/Kúla“ sem er hljóðlausn úr þæfðri ull. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 1999 og hefur sérhæft sig frá árinu 2009 í að byggja upp skúlptúrform sem jafnframt hafa notagildi og hefur í þeim tilgangi fengið alþjóðlegar vottanir fyrir hljóðdempandi virkni verka sinna. Bryndís hefur sýnt og selt verk sín til allra Norðurlandanna sem og fjölmargra Evrópulanda. Ragna Fróðadóttir hannaði innahústextílinn „Fjallgarð“. Ragna lærði fata- og textílhönnun í París og á Íslandi og hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar og styrki fyrir hönnun sína. Undanfarin ár vann Ragna í New York hjá einu þekktasta tískuspádómsfyrirtæki heims. Ragna býr núna á Íslandi og vinnur að eigin hönnun, auk þess sem hún er deildarstjóri Textíldeildar Myndlistarskólans í Reykjavík. Aníta Hirlekar hannað textílinn „Vor/Sumar 2016“. Anita útskrifaðist með MA-gráðu í fata - hönnun 2014 frá Central Saint Martins listaháskólanum í London. Hugmyndafræði Anítu snýst um að sameina handverk og tískuvitund með einkennandi hætti. Hún var valin sem ein af fjórum mest framúrskarandi alþjóðlegum hönnuðum árið 2015 í Bretlandi. Aníta hefur unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir hönnun sína.
Skoða allar upplýsingar