Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

642FDC4 - Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík 150 ára

642FDC4 - Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík 150 ára

Venjulegt verð 820 kr
Venjulegt verð Söluverð 820 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Til þess að efla hag íslenskra iðnaðarmanna um miðja nítjándu öld þurfti samtök og menntun. Stuðlað var að þessari þróun með stofnun Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík 3. febrúar árið 1867. Stofnendur voru 31 talsins, allir reykvískir iðnaðarmenn. Tilgangur IMFR var frá upphafi að efla menntun iðnaðarmanna og styrkja stofnanir sem starfa í þeirra þágu. Saga Iðnaðarmannafélagsins er samofin sögu Reykjavíkur. Árið 1869 stofnaði Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík kvöldskóla. Rekstur skólans reyndist félaginu fjárhagslega erfiður og lagðist kennsla niður árið 1890. Á fundi í Iðnaðarmannafélaginu í mars árið 1901 kynnti stjórn félagsins áform um að koma á fót kvöldskóla fyrir iðnaðarmenn. Skólahald með nýju fyrirkomulagi hófst við Iðnskólann í Reykjavík 1. október árið 1904. Árið 1924 gaf Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík íslensku þjóðinni styttuna af Ingólfi Arnarsyni sem stendur á Arnarhóli, og á aldarafmæli sínu árið 1967 gaf Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík borgarstjóraembættinu „hátíðartákn“, keðju sem borgarstjóri ber við hátíðleg tækifæri. Félagar í Iðnaðarmannafélaginu eru um 290 talsins. Félagið styrkir allt menningarog menntastarf sem unnið er í þágu íslensks iðnaðar.
Skoða allar upplýsingar