1
/
af
1
640A - Jólafrímerki 2016 - Sjálflímandi
640A - Jólafrímerki 2016 - Sjálflímandi
Venjulegt verð
305 kr
Venjulegt verð
Söluverð
305 kr
Einingaverð
/
á
Skattur innifalinn.
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Í íslensku sveitunum var kapp lagt á það áður fyrr að ljúka við verkin sem vinna þurfti fyrir jólin. Fór þar mest fyrir tóvinnunni. Fyrir prjónles var hægt að fá úttekt hjá kaupmanninum og ullarvörurnar urðu að sjálfsögðu að vera tilbúnar í tæka tíð fyrir jól. Þá þótti mikilvægt að heimilismenn væru þokkalega til fara þegar jólahátíðin loks gekk í garð og enginn mátti fara í jólaköttinn. „Allir fá þá eitthvað fallegt, í það minnsta kerti og spil“, segir í alkunnu jólakvæði. Nú tíðkast að prjóna jólapeysur fyrir jólin með ýmiskonar mynstri sem tengist helgihaldinu og sjá má tvenn slík myndefni á frímerkjunum, Betlehemsstjörnuna og jólakertið. Stundum er prjónað utan um jólakúlur og annað jólaskraut, handbragðið er fallegt og fínlegt og skrautið tekur sig vel út á jólatrénu.
Skoða allar upplýsingar
