Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

637FDC1 - Villtur íslenskur gróður

637FDC1 - Villtur íslenskur gróður

Venjulegt verð 655 kr
Venjulegt verð Söluverð 655 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Lambagras (Silene acaulis) er af hjartagrasaætt. Það er ein af algengustu jurtum landsins og vex á melum og þurru graslendi, bæði á láglendi og til fjalla. Hæst hefur það fundist í 1440 m hæð. Lambagrasið blómgast fremur snemma á vorin. Það myndar sérkennilegar ávalar þúfur með langri og sterkri stólparót niður úr og slær yfir þær bleikum lit þegar blómin eru upp á sitt fegursta á vorin. Rætur lambagrassins hafa verið kallaðar holtarætur og harðaseigjur. Þær hafa verið notaðar í grauta og eins steiktar í smjöri sem meðlæti með mat.

Holurt (Silene uniflora) er háplanta af hjartagrasaætt sem vex á melum eða söndum. Oftast vaxa margir stönglar upp af sömu rót, 10–25 sm á lengd. Algengur misskilningur er að holurtin sé flugnaæta en flugur leita stundum niður í belginn. Hún er algeng þar sem malarborinn jarðvegur eða vikur er fyrir hendi, en fremur sjaldgæf þar sem land er þétt gróið. Hæst hefur hún fundist ofan 1000 metra. Holurtin er auðþekkt frá öllum öðrum íslenskum jurtum, meðal annars á hinum sérkennilega, uppblásna bikar (flugnabú).
Skoða allar upplýsingar