Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

636B - Lífríki hafsbotnsins við Ísland I - Marflækja - Sjálflímandi

636B - Lífríki hafsbotnsins við Ísland I - Marflækja - Sjálflímandi

Venjulegt verð 370 kr
Venjulegt verð Söluverð 370 kr
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Marflækja (Gorgonocephalus sp.) er botndýr af ættbálki skrápdýra (Echinodermata) og tilheyrir slöngustjörnum. Til skrápdýra teljast m.a. krossfiskar og ígulker. Fræðiheitið er dregið af grísku orðunum „gorgós“ sem þýðir ógnvekjandi og „cephalus“ sem þýðir höfuð. Á norsku heitir marflækjan Medúsuhöfuð og vísar til þjóðsagnarinnar um Medúsu drottningu sem hafði snáka í stað hárs og gat breytt mönnum í stein með augnaráði sínu. Heimkynni marflækjunnar í Norðaustur Atlantshafi, eru meðal annars við Ísland, Orkneyjar, Bretland og Noreg. Marflækjan á myndinni var ljósmynduð á um 900 m dýpi á Drekasvæðinu norðaustan við Ísland.
Skoða allar upplýsingar