1
/
af
1
632B - Evrópufrímerki 2016 - Græn hugsun
632B - Evrópufrímerki 2016 - Græn hugsun
Venjulegt verð
460 kr
Venjulegt verð
Söluverð
460 kr
Einingaverð
/
á
Skattur innifalinn.
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Í tilefni 60 ára afmælis Evrópufrímerkjanna 2016 ákvað Post Europ að aðildarlönd Post Europ gæfu út frímerki með sama myndefni, tileinkað „grænni hugsun“. Í samkeppni um myndefnið sigraði tillaga Doxia Sergidou frá Kýpur. Aðildarlöndin gátu einnig hannað eigið frímerki tileinkað grænni hugsun. Hlynur Ólafsson hannaði íslenska frímerkið sem er tileinkað verndun hafsins. Lítt snortin náttúra og ómengað umhverfi er lykill að heilbrigði manna, velferð og lífsgæðum auk þess sem hún styrkir félagslega og efnahagslega þróun um allan heim. Markmiðið grænnar hugsunar er að vernda umhverfið meðal annars með því að draga úr þörf á nýtingu ósjálfbærra náttúruauðlinda. Hreint haf og vatn eru ein mikilvægustu hagsmunamál Íslendinga. Stjórnvöld hafa um árabil lagt mikla áherslu á alþjóðlegar aðgerðir til þess að koma í veg fyrir mengun hafsins og annan skaða á lífríki hafsins. Græn upplýsingatækni ryður sér einnig til rúms. Atriði sem geta tryggt góða umhverfisvitund er útivist, hjólreiðar og endurvinnsla á pappír og plastafurðum. Mikilvægt er að fullorðnir séu fyrirmynd barna og ungmenna hvað varðar græna hugsun og umhverfisvernd.
Skoða allar upplýsingar
